Húrra Guðbergur

Eins og ég talaði um í gær er lýðræðisástin missterk hjá fólki, og virðist vera einna veikust hjá þeim sem eiga að stjórna landinu. Sá flokkur sem hæst hefur látið heyrast í sér í þá áttina er vafalaust VG, en að undanförnu höfum við orðið vitni að sönnu eðli þeirra sem þar stjórna. Nýkjörin oddviti flokksins í Reykjavík galar fram fyrir öðrum flokksmönnum hvað þeir eigi að kjósa á borgarstjórnarfundum og frambjóðandi er handsettur í fjórða sæti flokksins á Akureyri, þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt í bindandi prófkjöri.

Það var þó vitað mál að innan hreyfingarinnar, væru einhverjir sem bæru sanna lýðræðisást fyrir brjósti. Það er því gaman að sjá að einhver innan VG var ekki tilbúinn að vera með í klappkór Steingríms fyrir hvað sem er, einhver sem metur hugsjónir ofar völdum. Enda er hann farinn úr VG, og ég er nokkuð viss um að hann er ekki sá síðasti sem fer þá leið.


mbl.is Formaður VG á Akureyri segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Og ekki sá fyrsti heldur.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.2.2010 kl. 13:17

2 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Vissulega, en samt svona af þeim sem bera einhverja titla held ég.

Eiríkur Guðmundsson, 19.2.2010 kl. 13:18

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Rafn Gíslason var stjórnarmaður í svæðisfélagi VG í Hveragerði og Ölfus, og sagði sig úr flokknum síðasta sumar, en Guðbergur er fyrsti formaðurinn sem ég man eftir.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.2.2010 kl. 13:30

4 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Það er í raun að ótrúlegt hve fáir virðast hafa farið úr þessum flokki, svona opinberlega allavega

Eiríkur Guðmundsson, 19.2.2010 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband