Sögulegur sigur

Það er nánast ótrúlegt að verða vitni að þessum sögulega atburði, en það eru líka forréttindi. Stjarna Baracks Obama hefur risið upp á stjórnuhimininn með ótrúlegum hraða. Kjör hans sem 44. forseti Bandaríkjanna er söguleg. Obama er þörundsdökkur, ber millinafnið Hussein og hefur aðeins verið þingmaður í 4 ár. Hann er, eins og einhver orðaði það, úr ríki sem bandaríkjamenn kjósa sér ekki forseta úr. 

Það er ekki mannsaldur síðan að réttindi blökkumanna í Bandaríkjunum voru fótum troðin. Það er því vissulega hjartnæm stund að sjá menn eins og Jesse Jackson tárast á kosningagleði Obama í Chicago. Sonur Martin Luther King talaði fyrir stuttu síðan í kirkju Obama, ef ég hef tekið rétt eftir, og sagði að hann óskaði þess að faðir hans og móðir hefðu getað orðið vitni ef því sem nú hefur gerst.

John McCain var að játa ósigur sinn fyrir örfáum mínutum síðan og sú ræða gerði það að verkum að hann fer frá þessari baráttu með reisn. Hann var kannski eftir á að hyggja í stöðu sem enginn hefði getað látið vinna sér í hag.

Ég bíð spenntur eftir ræðu Obama, hún getur komist á stall með draum-ræðu Kings. 

Obama bíður mikið verk að standa undir öllu því sem af honum er búist, aðeins sagan mun dæma um hvort að honum tekst að standa undir því. En það eitt er víst að hann hefur þegar skrifað nafn sitt með stórum stöfum í sögu bandarísku þjóðarinnar, og heimsins. Öll þrjú nöfnin. 


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband