Í fararbroddi?

Það gleymdist nú að minnast á það í þessari frétt að Framsóknarflokkurinn var líka í fararbroddi fyrir því að þagga niður og taka á engan hátt í þarfri umræðu okkar Frjálslyndra um málefni innflytjenda fyrir síðustu kosningar. Ég sat sjálfur á nokkrum fundum þar sem Valgerður Sverrisdóttir barmaði sér nánast yfir því að eiga norskan eiginmann og að henni fyndist hræðilegt að menn töluðu svona, svo ég vitni nú lítillega í hana. Aldrei kom þú almennilega fram, hvorki hjá henni né öðrum, hvað það var sem væri svona hræðilegt. Hvort það væri það að við vildum bæta íslensku kennslu fyrir nýbúa, sjá til þess að þeim væri borguð mannsæmandi laun eða að sjálfsögð mannréttindi þeirra væru virt, eins og að vera ekki smalað eins og sauðfé inn í allof litlar íbúðir. Það kemur reyndar ekki að óvart að svokölluðu fjórflokkar hafi ekki haft áhuga fyrir að taka umræðu við okkur um þessa hluti, enda hafa þeir sýnt það svo um munar að þeir hafa engan áhuga á mannréttindum eins og sést á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem er við lýði hér við land. Þrátt fyrir að það brjóti gegn mannréttindum.

Við veltum líka þeim möguleika upp að ef að illa færi hjá okkur gætum við endað uppi með allt upp í 18 þúsund erlenda verkamenn á atvinnuleysisskrá. Það var að sjálfssögðu ef að allt færi á versta veg hér í landinu okkar. Eftir það sem gekk hér á í haust geta menn vonandi séð að svo hefði getað farið, en það sem bjargaði okkur í rauninni var að störf voru að skapast í heimalöndum þessara manna og kvenna, sérstaklega Póllandi þar sem nú er einhver uppgangur. Þeir sáu því að þeir myndu hafa það betra í vinnu heima hjá sér heldur en á atvinnuleysisbótum hér. Það eru nefnilega flestir sem vilja frekar vinna en þiggja atvinnuleysisbætur ef þeir mögulega geta, hvort sem það eru íslendingar eða einhverjir aðrir. 

Nú er aftur á móti farið að styttast í aðrar kosningar og því er öllu tjaldað til hvort sem það er hjá Framsókn, Vinstri grænum, Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokki. Hversu mikil inneign sem er nú fyrir hlutunum.


mbl.is Kosningakjötsúpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband