8-1

Svona mun hlutfall kynjanna líta út eftir kosningar hér í norðausturkjördæmi, ef eitthvað má marka skoðanakannanir. Því trúi ég ekki að feministar séu ánægðir með það. Við í Frjálslynda flokknum í kjördæminu teflum fram Ástu Hafberg í fyrsta sæti okkar lista. Hún er raunverulegur kostur fyrir þá sem vilja laga þetta kynjahlutfall í 7-2.

Ég hef nú unnið náið með Ástu í rúmlega mánuð, þar sem við höfum verið ofan í hvort öðru nánast því allan tímann. Ég get vottað það, og þori að leggja höfuðið að veði þar um, að hér fer á ferðinni kona sem hefur ekki áhuga á persónulegum vegtyllum heldur setur fólkið í landinu ofar sérhagsmunum. Það mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar. Hún hefur sýnt að það er hægt að ræða stjórnmál án þess að tala í margfalda hringi og vera með upphrópanir og frammiköll. Hún, sem fimm barn móðir, þekkir hvernig þarf að bregðast við þrengingum og hún þekkir til í atvinnulífinu og hefur góðar hugmyndir til handa sprotum og öðru hugmyndaríku fólki.

Austfirðingar, sem og Norðlendingar, þyrftu svo sannarlega ekki að skammast sín fyrir að kjósa loksins konu inná þing sem er tilbúinn að láta í sér heyra og taka til hendinni. Hún sykki ekki í mjúka stóla Alþingis.


mbl.is Færri konur á framboðslistum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Ég er alveg sammála þér að hún Ásta virkar afar gerðarleg og geðþekk kona og ég treysti henni vel fyrir hagsmunum okkar Frjálslyndra sem og annarra en eins og allir vita þá leggjum við í FF góðum málum lið hvaðan sem þau koma. Við erum líka röddin sem kallar á réttlætið og stundum nær það í gegn hjá hinum og þeir taka málin upp á sína arma. Aldrei þó eins og við hefðum klárað þau heldur með einhverju yfirklóri og blekkingum. bestu kveðjur og gangi ykkur vel Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.4.2009 kl. 00:27

2 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Rétt hjá þér Kolla. Við vorum einmitt að tala um það við Ásta á leiðinni núna austur frá Húsavík, hvað við værum stolt af því að vera í framboði fyrir jafn góðan flokk og Frjálslynda flokkinn. Hvernig svo sem fer. Flokk sem stendur fyrir hugsjónir en ekki sérhagsmuni.

Takk fyrir kveðjurnar og gangi þér sömuleiðis vel

Eiríkur Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband