79 dagar

Þegar að nýja ríkisstjórnin tók við keflinu 1. febrúar í vetur töluðu forsvarsmenn hennar um 80 daga sem hún hefði fram að kosningum. Þeir eru reydar 83, en látum það nú liggja á milli hluta.

Á þesum tíma ætluðu VG og Samfó að gera allt sem hægt væri til að bjarga heimilinum í landinu, og fyrirtækjunum. Nú átti að vera við lýði velferðarstjórn á Íslandi. Síðan hefur komið í ljós að frekar voru menn svifaseinir í aðgerðum sínum, og voru ekki tilbúnir að hlusta á aðrar hugmyndir en sínar eigin. 

Nú er það síðan ljóst að félags- og trygingamálaráðherra, beið í 79 daga (í rauninni 82) með að úthluta tæpum milljarði úr framkvæmdarstjóði aldraðra. Mikið mæðir á þessu ráðuneyti í árferði eins og nú er, og þá er ekki verra að hafa þar fólk sem er ekki að berjast við að halda sæti sínu á Alþingi, og gerir greinilega allt til að tryggja sér það. Ég á, í það minnsta, erfitt með að trúa því að hún hafi bara allt í einu fundið þennan milljarð í veskinu. Menn taka eftir svona upphæðum eins og staðan er í dag.

Þetta er svo sem ekki ný kosningaaðferð hjá Samfylkingu, sem hefur alltaf verið hrifinn af því að ausa úr loforðaskálinni fyrir kosningar. Þeim finnst greinilega ekkert leiðinlegra að ausa úr ríkiskassanum rétt fyrir kosningar.

Réttast væri að banna allar svona úthlutanir einhverjum tíma fyrir kosningar. Og réttast er fyrir ykkur kjósendur að sjá til þess að þeir sem stunda svona vinnubrögð séu ekki kosnir til áframhaldandi stjórnunar á íslenska ríkiskassanum.


mbl.is Tæpum milljarði úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

stóð ekki sjálfstæðisflokkurinn í vegi fyrir að nokkuð kæmist í gegn á Alþingi þennan tíma sem þú ert að vitna til...?

zappa (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 14:01

2 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Sjálfstæðismenn voru vissulega ekki hjálplegir, það er alveg rétt hjá þér Zappa. Enda hef ég gagnrýnt þá fyrir það og sagt bæði á fundum og hér á blogginu að það sé ekki það sem þjóðinn þurfi að málþóf og argaþras fari fram á Alþingi á meðan heimilunum blæðir út. Samstarf er það sem þarf að eiga sér stað eftir kosningarnar á laugardag, og þó fyrr hefði verið. Það mun enginn einn stjórnmálaflokkur, og hvað þá stjórnmálamaður koma okkur úr þeim öldudal sem við erum í.

Það breytir því aftur á móti ekki að þessar fjárútlát hefðu vafalaust getað komið fyrr til, en ekki svona rétt fyrir kosningar.

Eiríkur Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband