Síðasta kjörtímabilið

Ég man vel eftir sumrinu 2004. Það sumar vann ég nærri linnulaust hjá verktakafyrirtækinu Austverk á djúpavogi við að smíða spennistöð fyrir RARIK. Nokkrum dögum áður en ég hóf vinnu bárust þær fréttir að Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefði tekið sig til og synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar.

Það fór allt í háa loft, stuðningsmenn ríkistjórnar Sjálfstæðis og Framsóknar voru æfir. Forsetinn talaði um gjá á milli þings og þjóðar og að harðar deilur hefðu verið um frumvarpið sem Alþingi afgreiddi. Hann sagði í framhaldi af því að mikilvægt væri að lagasetning um fjölmiðla styddist við víðtæka umræðu í samfélaginu og að almenn sátt þyrfti að vera um vinnubrögð og niðurstöðu. Af þessu ástæðu var þess vegna best að þjóðin fengi í hendurnar þann rétt til að meta lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sumir héldu því fram í framhaldinu að Forsetinn hefði ekki þessa stoð í stjórnarskránni, eins og hann taldi. Fyrir mitt persónulega leyti hef ég aldrei efast um að hægt væri að vísa málum til þjóðarinnar. Við búum jú í lýðræðisríki, eða eigum allavega að gera það. Þar fyrir utan hafa margir, ef ekki flestir, af okkar mestu lögfræðispekingum sagt það ekki vera um nein tvímæli að ræða í tengslum við það. 

Ég var þess vegna nokkuð ánægður með Forsetann minn þarna í byrjun sumars 2004. Seinna um sumarið kaus ég í fyrsta skipti mér Forseta. Þá var í mínum huga ekki spurning að ég vildi mann á Bessastöðum sem loksins hafði, fyrstur Forseta, haft styrk til að neita staðfestingu laga og þar af leiðandi væri ekki minni líkur á því að slíkt gæti hann gert aftur. Hann væri með öðrum orðum búinn setja sjálfum sér ákveðin viðmið. 

Vissulega voru ekki allir sáttir með  þau lög sem þá voru til meðferðar, en sú óánægja var virkilega mögnuð upp og gerð þannig meiri en hún sennilega var af mjög svo sjálfhverfum fjölmiðlum landsins. 

Aðalmálið er samt það, að ef einhverntíma hefur komið mál inn á borð Forseta sem er þannig vaxið að þjóðin eigi að fá að segja álit sitt á þvi, eiga síðasta orðið. Þá var það núna.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála hverju orði.

Jakob Falur Kristinsson, 2.9.2009 kl. 16:20

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hjartanlega sammála þér. Það er nú eða aldrei. Ef hann druslast til að stoppa þetta skal ég aldrei segja styggðaryrði um hann elsku karlinn.kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.9.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband