Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stúdentar að fara á hreppinn?

Ég er ansi hræddur um að ástæðan fyrir seinagangi ríkisstjórnarinnar í þessu máli, eins og öðrum, sé sá að í menn vanti þor og dug. Það er vissulega furðulegt, þar sem að mér finnst það eiginlega blasa við að það væri mun hagkvæmara fyrir þjóðfélagið að þessir 13.000 stúdentar, eða einhver hluti af þeim, gætu setið við nám í sumar í stað þess að gera þá að einhversskonar niðursetningum á sveitarfélögum sínum.

Ég hræðist einmitt að það sem vaki fyrir VG, en þau eru með þau tvö ráðuneyti sem koma að þessu máli, sé að senda þetta góða unga fólk á hreppinn hreinlega. Ég tel að nú þegar sé búið að leggja nógu þungar birðar á sveitarfélögin í landinu sem mörg hver eru að slygast undan þeim eins og staðan er í dag. Því er það rétta í stöðunni að veita námsmönnum námslán í sumar, það væri bæði ódýrara fyrir þjóðfélagið í dag. Eins og segir í fréttinni munar 800 milljónum á því að hafa stúdenta í námi í sumar eða á hreppnum, fyrir utan að það myndi væntanlega flýti fyrir því að eitthvað af þessu velmenntaða fólki okkar kæmist útúr skólunum og gæti þar að leiðadi hjálpað okkur við endurreisnina. 


mbl.is „Málin ganga of hægt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust

Ég bara trúi ekki að nokkur maður geti hugsað sér að hjálpaþessu fólki að ríkisjötunni aftur. Nú hefur það verið upplýst að Sjálfstæðisflokkurinn braut lög þegar hann tók við styrkjum frá Neyrðarlínunni og Póstinum fyrir síðustu kosningar. Því skal reyndar haldið til haga að allir aðrir flokkar á þingi, fyrir utan okkur Frjálslynda flokknum, tóku við styrkjum frá póstinum.

Nú hefur það komið í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn tók við stórri fúlgu frá FL Group 2 DÖGUM fyrir gildistöku laga um fjármál flokkanna. Ef að þetta sýnir ekki rétta andlit þessara manna og kvenna, veit ég ekki hvað myndi gera það. Nú hlýtur það að fara að renna upp fyrir fólki að löngu er kominn tími til að gefa þessu fólki langt og gott frí frá ríkisgarðanum.

Það skal heldur engan undra að þessi sami flokkur sé sein til þegar að talað er að setja einhversskonar leik- eða siðareglur fyrir stjórnmálaflokka og menn. Flokkur með svona samvisku. 


mbl.is Hafði ekki hugmynd um þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt siðferði

Þessum blessuðu mönnum hefði sennilega ekkert veitt af siðferðikennslu þegar þeir gengu menntaveginn. Það er sorglegt að sjá að eftir alla þá vakningu sem þó hefur orðið í þjóðfélaginu, og öll þau áköll á breytingar, séu ennþá menn sem líta á sig sem stærri og mikilvægari en heildina. Þessum mönnum á að refsa, þó að þeir séu kannski ekki þeir verstu í öllum þeim hildardansi sem við höfum gengið í gegnum. Þetta er samt líkt því að sparka í liggjandi mann, slíkt gerir maður ekki.
mbl.is Nýttu sér glufur á gjaldeyrisreglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr vörn í sókn

Ræða formannsins míns í eldhúsdagsumræðunum var góð. Þar kom hann inn á margt af því sem þjóðin, og þeir sem hún mun treysta til að rétta þjóðfélagið við, þarf að hafa í huga. Ég er, eins og aðrir í Frjálslynda flokknum, ekki sérstakur talsmaður þess að fá álver eða aðra stóriðju í hvern fjörð. Staðan í dag er aftur á móti þannig að við verðum að horfa blákalt á hlutina, og nýta þá möguleika sem við höfum til þess að auka atvinnu í landinu. Stjóriðja er vissulega í þeim hópi. En það er ekki eini möguleikinn sem við höfum. Við getum aukið sókn okkar í sjávarútvegnum. Með því einu að leyfa handværaveiðar myndi leggja sitt lóð á vogarskálarnar. 

Nú er allt í einu kominn upp sú staða að Ísland er orðið ódýrt land fyrir erlenda ferðamenn. Þar höfum við fjölmörg tækifæri til eflingar ferðaþjónustu. Á Íslandi er fólk sem hefur góðar hugmyndir á þeim grundvelli, en vantar stuðning til að koma hugmyndum sínum úr vör. Það er eitthvað sem við verðum að hjálpa til með, ríkissjóður mun fá það margfalt til baka. Það er líka mikilvægt að fá gjaldeyri inn í landið og hann getum við fengið frá ferðamönnum.

Um það bil 13.000 háskólastúdentar sjá nú fram á það að  koma útúr skólunum í stórfellt atvinnuleysi. Nauðsynlegt er að Menntamálaráðherra stigi það skref að Háskóli Íslands bjóði uppá kennslu í sumar, það hlýtur að vera heillavænlegra og ódýrara til lengri tíma litið en að hafa þetta góða unga fólk á bótum. En þetta helst líka í hendur við það sem ég sagði um sókn í ferðaþjónustu til að mynda. Þar geta leynst þó nokkur sumarstörf.


mbl.is Vilja úr þröngri stöðu í sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr Heyr Össur

Össur Skarphéðinsson var rétt í þessu að setja ofan í við þingmenn Sjálfstæðisflokksins niður á þingi, og sagði þá ganga erinda LÍÚ í mótstöðu sinni við stjórnarskrárbreytingar. Hann hefur kannski lesið færsluna hjá mér hérna rétt fyrir neðan Tounge . Jón Gunnarsson gat heldur lítið sagt við þessum orðum Össurar, nema það að hann hefði ekki farið í efnislega gagnrýni á frumvarpinu! Hvað hefur hann þá verið að gera uppi í pontu undanfarna daga? Jú beita málþófi, en það er vegna þess að þeir eru í erindagjörðum fyrir LÍÚ. Eins og sagt var á landsfundi þeirra þá telja þeir að þeir megi ekki missa völdin yfir sjávarútvegnum.
mbl.is Koma til móts við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útskýring?

Ætli þessi þrif á vegstikum og umferðarmerkjum hafi verið ástæða þess að Guðbjartur Hannesson, núverandi forseti Alþingis, hafi ekki séð sér fært að standa við kosningaloforð sitt um að fella niður gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum. Eða var það kannski bara venjulegur kosningasjúkdómur sem virðist grípa frambjóðendur á þessum tíma árs, og rennur svo af þeim fljótlega eftir kosningar?

Ég skal ekki segja, en kannski hafa menn bara þurft á peningunum að halda svo að hægt væri að þrífa þarna inni. Ég stóð allavega í þeirri meiningu að það ætti að hætta gjaldtöku þegar að búið væri að greiða upp göngin. 


mbl.is Tafir í Hvalfjarðargöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammist ykkar!

Það er algjörlega ótrúlegt að verða vitni að því hvernig þingmenn Sjálfstæðisflokksins hegða sér í þingsal þessa daganna. Því ósvifni og vanvirða við íslensku þjóðina sem það er. Það er samt ekki að sjá að hugsjónin dragi menn áfram. Líklegra er að Friðrík J og félagar séu með svipurnar á lofti inn í Valhöll. 

Það sem er hlægilegt í þessu er að ný forrysta sjálfstæðisflokksins ætlar seint að átta sig á því að með þessum málæfingum sínum tekst þeim að tína jafnt og þétt af sér fylgið. Það er því með blendnum tilfinningum sem ég fylgist með þessu. Þjóðin á ekki skilið að ástandið sé svona á Alþingi, aðeins vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki sætt sig við að vera í minnihluta, og því eiga þeir að skammast sín. Aftur á móti er gaman að fylgjast með fylginu reitast af þeim jafnt og þétt 


mbl.is Vilja taka stjórnskipunarlög af dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótanir LÍÚ

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdarstjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er furðuleg fýr. Ég hef ekki vitneskju um hvar maðurinn er til heimils en miðað við síðustu yfirlýsingar hans býst ég við að hans híbýli sé stór og stæðilegur fílabeinsturn. 

Með yfirlýsingum sínum í Fréttablaðinu hótar hann öllum þeim sem gætu hugsað sér að styðja þá sem eru tilbúnir að leggjast í breytingar á kerfinu sem brýtur mannréttindi fólks í landinu. Hann hótar aðgerðum sinna manna. Hann notar þau orð að enginn skynsamur geti látið sér detta í hug að ganga í breytingar á kerfinu. Það er rangt hjá Friðriki, og hann veit það sennilega fullvel. Það sem hann óttast er einmitt að skynsamir stjórnmálamenn sem eru ekki undir hælnum á LÍÚ komist til valda eftir kosningar. Stjórnmálamenn sem eru ekki hræddir við að beita sér í breytingum til batnaðar, svo að mannréttindabrotum íslenskra stjórnvalda ljúki, og að opnað verði fyrir nýliðun í sjávarútvegi á ný. Friðrik situr hræddur í sínum Fílabeinsturni, hræddur við að stjórnmálamenn á borð við Guðjón Arnar Kristjánsson, Sigurjón Þórðarson, Grétar Mar Jónsson, Kalli Matt og mig sjálfan geti lagt sitt að mörkum í baráttunni gegn ónothæfu kvótakerfi. Það er fagnaðarefni, og segir okkur að við erum að ná að opna augu fólks smá saman. 

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mönnum það málþóf sem hefur átt sér stað undanfarna daga á hinu háa Alþingi í tenglsum við stjórnarskrárbreytingar. Þar standa nú Stjórnmálamenn sem eru með hælmark LÍÚ á enninu í pontu, jafnt dag og nótt, í veikri von um að hindra framgang breytingana. Eitthvað segir mér að þar spili stórt hlutverk 1. gr. frumvarpsins þar sem segir:

Náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðareign. Ríkið fer með forsjá þeirra, vörslu og ráðstöfunarrétt og hefur eftirlit með nýtingu þeirra í umboði þjóðarinnar eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. 
  Allar náttúruauðlindir ber að nýta á sem hagkvæmastan hátt á grundvelli sjálfbærrar þróunar til hagsældar fyrir þjóðina og komandi kynslóðir. Náttúruauðlindir í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi.

 

Það er morgunljóst að þegar þessar breytingar ganga í gegn verður ekki verjandi að halda áfram því kvótakerfi sem nú er við lýði.

Friðrik J. ætlar sér sennilega að mæta niður á Austurvöll í sumarbyrjun með sína veðsetningarbyltingu ef þetta verður að veruleika. Hann gerir sér ekki grein fyrir því að þar munu fáir aðrir mæta með honum. Þjóðin vill kvótakerfið burt og það viljum við í Frjálslynda flokknum líka, og höfum barist duglega fyrir.

X-Fyrir mannréttindi

 

 

Að byrja á vitlausum enda

Mikið væri ég til í að skrifa undir þennan lista til hans Ögmundar. Við sem skipum 3 efstu sæti Frjálslynda flokksins í norðaustur kjördæmi héldum einmitt fund á Þórshöfn 1.apríl auk þess sem við kíktum við á Raufarhöfn og Kópaskeri. Í þessari ferð fengum við að kynnast vegakerfinu á milli Raufarhafnar og Þórshafnar, og það er ekkert sem ég öfunda íbúa svæðisins af. 

Það er furðuleg ráðstöfun að hefjast handa á því að skera niður þjónustu við fólk í jaðarbyggðum landsins. Fólki sem býr ekki við jafn góðar samgöngur og til að mynda fólk á suðvestur horninu, eða hvar sem er annarsstaðar ef því er að skipta. Það er ekki verjandi að bjóða fólki upp á þá þjónustu, eða þjónustuleysi réttara sagt, sem  Ögmundur ætlar sér að gera. Ég hefði reyndar búist við að þetta yrði eitt af verkum fyrirrennara hans í stóli, en að maður sem skilgreinir sig sem mann velferðar og jafnaðar skuli taka sér svona verk fyrir hendur skil ég ekki.

Þetta er heldur ekki eini furðulegi niðurskurðurinn hjá Ögmundi þessa daganna, en nú er búið að leggja niður læknisheimsóknir til Borgarfjarðar eystri, sem voru þó aðeins einu sinni í mánuði. Að mínu mati er það algjör þjónusta. Fólk verður nefnilega líka veikt á þessum stöðum þó að það sé kannski erfitt að finna þá á korti fyrir einhverja. Það er algjörlega óásættanlegt að ætlast til þess að fólk í jaðarbyggðum þessa lands þurfi að ferðast langan veg um misgóða vegakafla til þess að sækja lágmarks þjónustu í landinu. Þjónustu sem það borgar alveg jafn mikið fyrir og annað fólk í þessu landi. Fólkið á Borgarfirði og Þórshöfn borgar nefnilega líka skatta!

Það hefði nú ef til vill verið hægt að spara einhverja peninga á stærri stofnunum fyrst að á annað borð þurfti endilega að skera niður á þessum enda, sem er vissulega alltaf erfitt fyrir þá sem telja sig velferðarmenn. Það er aftur á móti alveg morgunljóst að núverandi ríkisstjórn stendur ekki undir nafni sem velferðarstjórn með þessum aðgerðum.

Velferðarstjórn fyrir alla takk fyrir! 


mbl.is Biðla til Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um jarðgöng

Þessi atburður sýnir okkur enn einu sinni að ekki er hægt að bíða lengur eftir almennilegum jarðgöngum til Norðfjarðar. Mér skilst reyndar að byrjað sé að vinna að þeim í samgönguráðuneytinu, sem er hið besta mál. Í gegnum tíðina hafa menn ekki verið á eitt sáttir með staðsetninguna á sjúkrahúsi fjórðungsins og hafa Reyðarfjörður eða Egilsstaðir verið nefndir sem hentugri staðir. Í mínum huga snýst málið ekki lengur um staðsetninguna heldur að gera aðgengi að sjúkrahúsinu betra. Ný göng til Neskaupsstaðar væru fyrsta skrefið í þá átt. Það er ekki viðunandi að íbúar fjórðungsins þurfi að láta bjóða sér þetta lengur, nógu lengi hefur það þó staðið yfir. 


mbl.is Kona í barnsnauð á fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband