Ályktun miðstjórnar Frjálslynda flokksins

Frjálslyndi flokkurinn er fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum um umdeild mál.

Miðstjórn flokksins lýsir þó undrun sinni á því að forsætisráðherra þurfi að vísa stefnumörkun stjórnvalda í sjávarútvegsmálum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Miðstjórn telur óþarft að kjósa um hvort að stjórnvöld hætti mannréttindabrotum.

Frjálslyndi flokkurinn hefur margoft komið með raunhæfar tillögur um hvernig megi komast út úr illræmdu kvótakerfi og hætta mannréttindabrotum og þannig auka verðmæti sjávarfangs landi og þjóð til heilla.

 

Samþykkt í miðstjórn Frjálslynda flokksins þann 28. mars 2010.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband