12.3.2007 | 00:08
Hver er ég?
Ég er Eiríkur Guðmundsson, 21 árs gamall verkamaður á Egilstöðum sem er fæddur í Reykjavík 18. júlí 1985 en alin upp á bænum Starmýri 1 í Álftafirði. Ég gekk í Kerhamraskóla í Álftafirði fyrstu 5 grunnskólabekkina en færði mig þá yfir í Grunnskóla Djúpavogs og lauk námi þar árið 2001. Lauk síðan stúdentsprófi af félagsfræðibraut frá Menntaskólanum á Egilstöðum vorið 2005. Hef unnið hjá Tréiðjunni Eini í Fellabæ síðan sumarið 2005 og er í 3.sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Hér munið þið því geta fylgst með í aðdraganda kosninganna og munið vonandi komast á þá skoðun að heillavænlegast sé að setja x-ið fyrir framan F í vor.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:09 | Facebook
Athugasemdir
Gleymdu því ekki að þú varst líka öflugur í félagsstarfinu í ME
Sjonni (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.