Afneitun og leikaraskapur

Það var einstaklega merkilegt að fylgjast með stjórnmálaforingjunum í kastljósinu í kvöld. Ótrúlegar umræður sköpuðust í kringum innflytjendamál, þar sem að þeir ágætu stjórnmálaskörungar sem með Guðjóni Arnari sátu í settinu kepptust við að reyna að hallmæla stefnu okkar í innflytjendamálum. Steingrímur J., Jón Sigurðs og Geir H. kepptust við að rakka niður stefnuna en töluðu um leið máli okkar þegar þeir játuðu því aðbúnað innflytjenda þyrfti að laga, svo sem í tengslum við íslenskukennslu, svo eitthvað sé nefnt. Ingibjörg Sólrún virtist síðan vera uppteknust að því að erlent vinnuafl borgaði skatta hér og því fengi ríkissjóður pening í kassann. Þessi umræða hjá andstæðingum okkar er löngu orðinn þreytt en áfram hjakka þeir þó í sama farinu og virðast því miður eiga að fá að halda því áfram án nokkura truflanna. Mér þætti til dæmis gaman að því ef að einhver góður þáttastjórnandi tæki sig nú til og leyfði Steingrími að svara fyrir þau orð sín sem hann lét um munn sér fara árið 1993. Það er kannski ekki furða að hann hafi forðast að ræða það þegar Guðjón beindi því að honum í kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þætti sömuleiðis gaman að spyrja Magnús Þór Hafsteinsson, varaformann Frjálslyndaflokksins út í þessi orð sín:

"stefna danskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda hefur verið mjög umdeild. Í Danmörku eru allt aðrar aðstæður en á Íslandi."

 "Þá ber kannski að skilja löggjöfina núna sem svo að menn séu að reyna að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. En mér finnst það í raun og veru óþarfi..."

OG eins þessi:

"Hér eru hins vegar vísbendingar um að það sé aukin andstaða við að leyfa ætti fleiri útlendingum að vinna hér á landi og að við ættum ekki að taka við fleiri flóttamönnum. Þetta eru einungis vísbendingar en þrátt fyrir það gæti falist í því aðvörun en ég treysti í sjálfu sér stjórnvöldum á hverjum tíma til að vera á vakt gegn þeirri vá sem fordómar gegn útlendingum eru. Við vitum alveg hvernig nágrannalöndin hafa lent í vandræðum með slíka hluti, það ætti að verða okkur lexía og við ættum einmitt að stúdera grannt hver reynsla þeirra hefur verið og draga síðan lærdóm af því og ég efast í raun og veru ekkert um að okkur Íslendingum takist að gera það. Við þurfum á útlendingum að halda í framtíðinni, bæði til að auka og auðga menningu okkar en líka sem vinnuafli. Þeir eru velkomnir."

Ámundi (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

ég veit nú ekki betur en að þú hafir nú þegar fengið góð og skýr svör við þessari margendurtekinni spurningu þinni Ámundi, þannig að kannski er kominn tími til að gefa henni hvíld

Eiríkur Guðmundsson, 11.4.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband