14.4.2007 | 15:54
Sigurjón inni samkvæmt nýrri könnun
Gallup kynnti nýja könnun úr Norðausturkjödæmi í gær. Samkvæmt henni erum við Frjálslyndir með 6,3% sem þýðir að oddviti okkar, Sigurjón Þórðarson, nær kjöri inná alþingi. Þetta er í samræmi við þann meðbyr sem við höfum nú í seglinn, eftir dálítinn öldudal uppá síðkastið. Nú virðast hins vegar hin góðu mál sem við stöndum fyrir vera farin að ná eyrum kjósenda. Kvótamálin eru stærstu kosningamál sjávarbyggðanna sem hafa ekki verið að fá mikla athygli undanfarið. Það sínir fylgi Framsóknarflokksins vel en hann, eins og búast mátti við, geldur afhroð 12 maí samkvæmt öllum könnunum sem hafa verið birtar hér undanfarið.
Það sem mér finnst þó merkilegast við þessar niðurstöður er að Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að ná inn þremur mönnum í kjördæminu. Í þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum situr Ólöf Nordahl álversforstjórafrú, það veldur mér ákveðnum áhyggjum að kjósendur í þessu kjördæmi telji að það þjóni hagsmunum þess að hún nái kjöri til alþingis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.