Eru menn hræddir

Í Silfri Egils á stöð 2 var í dag rétt við þau Pétur Tyrfingsson, Björgvin Val Gunnarsson, Margréti Sverrisdóttur og Óla Björn Kárason. Í spjalli þeirra var skotið mjög föstum og ógeðfelldum skotum að Frjálslynda flokknum, rétt eins og hefur verið gert undanfarið í tengslum við innflytjendamálin. Það er að mínu mati ekki góð þáttastjórnun að hafa ekki einhvern talsmann okkar á meðal viðmælenda þegar jafn harkalega er vegið að flokknum og gert var þarna. Þetta er kannski nýtt útspil hjá þessu blessaða fólki sem hefur síendurtekið þessar dylgjur í garð okkar í spjallþáttum og kosningafundum sjónvarpstöðvanna en hafa lítils mátt sín gegn fulltrúum Frjálslynda flokksins í þeim umræðum. Í ljósi þess finnst þeim eðlilega betra að vera lausir við okkur í svona þáttum þar sem þeir geta komið fram með svona dylgjur án þess að þurfa að verja þær nokkuð.

Eða er Egill Helgason kannski í fýlu við okkur Frjálslynda eftir að Grétar Mar tók hann í nefið í beinni útsendingu í vikunni sem leið?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já þetta er merkilegt. Það er nú að koma meira og meira í ljós að meirihluti þjóðarinnar vill stjórna þessu flæði innflytjenda til landsins. Eftir er minni hluti, eru það ekki bara þeir sem að þora ekki að viðurkenna að Frjálslyndi flokkurinn hefur á réttu að standa og svo að sjálfsögðu sjálfstæðu sjálfstæðismennirnir sem að stafla innflytjendunum í geymsluna og nýta ódýrari vinnukraft?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.4.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þetta fólk vill bara ekki viðurkenna að enn einu sinni er Frjálslyndi Flokkurinn að taka forustu í erfiðu máli.

Georg Eiður Arnarson, 15.4.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband