Þjóðlendumál ríkisstjórnarinnar

Matsnefnd eignarnámsbóta komst að þeirri stórmerkilegu niðurstöðu að Landsvirkjun skyldi greiða 63,7 milljónir til eigenda Búrar í Jökuldal í bætur fyrir land sem var tekið eignarnámi í tengslum við Kárahnjúkavirkjun. Það er ekki lítið af landi sem þarna um ræðir, heldur 3025 hektrar auk 400.000 rúmmetra af möl sem var notuð í stífluna sem ríkisstjórninni finnst svo góð. 

Sá galli er samt á "gjöf" njarðar er að eigendurnir munu kannski aldrei sjá þessar tæpar 64 milljónir ,sem þeim var svo "höfðinglega" skammtað, þar sem Ríkið hefur gert tilkall til allrar jarðarinnar og kallar hana þjóðlendu. Ef svo fer að Ríkið hrifsar hana til sín taka þeir bæturnar einnig. Ég segi þeir því að núverandi þjóðlendustefna hefur verið eitt af baráttumálum Ríkisstjórnarinnar sem er vonandi að fara frá völdum í vor. Ef að fólk hefur verið að velta fyrir sér ástæðum krafna Ríkisins um þjóðlendur hér og þar, meðal annars við Húsavík, þá ættu menn að vera farnir sjá munstrið sem liggur þarna. Hvað eiga "þjóðlendurnar" í Jökuldal og Þingeyjasýslum til að mynda sameiginlegt?

Svarið er einfalt. Í báðum tilvikum er um land að ræða sem notast þarf við í tengslum við virkjanir. Nú þegar hefur verið virkjað að Kárahnjúkum eins og væntanlega hefur ekki farið framhjá nokkrum manni og öll vitum við um vilja Ríkisstjórnaflokkanna til að virkja jarðvarma við Húsavík. Það sem vakir greinilega fyrir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki er að taka það land eignarnámi sem notast verður við í Þingeyjarsýslum. Ríkið mun síðan sitja á þessum jörðum þar til að framkvæmdir nálgast en þá mun landið verða afhent Landsvirkjun eða öðrum hlutaðeigandi, og væntanlega passa sig á að okra ekki of mikið á því.

Þetta er auðvitað allt saman háð því að þessir tveir flokkar nái meirihluta í Ríkisstjórn enn eina ferðina, sem ég tel hæpið. Frjálslyndi Flokkurinn hefur frá upphafi verið á móti þjóðlendumálunum, hvar sem þau hafa sprottið upp og nú ætti almenningur að sjá hvers vegna! Það að ætla að taka land sem er í eigu manna sem haft hafa nytjar af því jafnvel í marga ættliði er svívirðilegt. Ennþá meiri firra er að fara fram á að eigendur jarðanna verði að sýna fram á eignarrétt sinn langt aftur í aldir. Það er kannski ekki að ástæðulausu að það var alveg sleppt því að minnast á þjóðlenduklausu dómsins í fréttinni?

Við vitum öll hvar Ríkisstjórnarflokkarnir standa í þessu máli. Vilja kjósendur NA-kjördæmis virkilega að þetta óréttlæti ásamt fleiru nái fram að ganga?


mbl.is Landsvirkjun greiðir 63,7 milljónir fyrir land sem fer undir Hálslón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er náttúrulega bara skandall og ég ætla bara að vona að ríkisstjórnin nái ekki fram vilja sínum!

Gunnar Sigvaldason (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband