21.4.2007 | 21:44
Heilbrigðiskerfið
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerði mikið úr ágæti heilbrigðiskerfisins í kosningarþætti á Stöð 2 fyrir stuttu. Hún hélt því hikstalaust fram að það væri hið besta sem fyrirfyndist og engu líkara var en ekkert þyrfti að laga né bæta í þeim málaflokknum. Ekki er nú furða að kjósendur skuli vera að snúa baki við Framsóknarflokknum í hrönnum nú um stundir ef að einn af forrystusauðunum sér ekki hversu erfitt ástandið er á heilbrigðisstofnunum landsins, eða kýs einfaldlega að loka augunum fyrir því og skeita engu aðfinnslum þeirra sem vilija hér betra heilbrigðiskerfi.
Frétt sem sögð var í fréttum stöðvar 2 í dag, hrekur það ágæti sem Siv hefur á sinni stjórnun. Niðurskurður hefur verið gríðarlegur og í fréttum var sagt frá því þegar að manni í sjálfsmorðshugleiðingum var komið fyrir inná baðherbergi, vegna þess að deildin var yfirfull. Maður í bráðri lífshættu var því vistaður inná klósetti, þar sem að hreinsiefni voru geymd á vaski inn á klósettinu. Farið var óvægilega með hnífinn í heilbrigðiskerfinu sem þetta mál sýnir vel. Engu að síður telur heilbrigðisráðherra sjálfur að hvergi sé hægt að finna betra kerfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.4.2007 kl. 17:48 | Facebook
Athugasemdir
segðu. ef við værum nú í þessum 10 % hópi sem er ríkastur á íslandi. þá gætum við komið á umbótum mögglunarlaust
Eiríkur Guðmundsson, 22.4.2007 kl. 00:06
segðu. ef við værum nú í þessum 10 % hópi sem er ríkastur á íslandi. þá gætum við komið á umbótum mögglunarlaust
Eiríkur Guðmundsson, 22.4.2007 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.