26.4.2007 | 01:12
Kjördæmadagur
Í gær var mikið að gera í kjördæminu en Ríkisútvarpið ohf var með kjördæmadag í mínu fagra kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Í tilefni þess fór ég í mitt fyrsta, en vonandi ekki síðasta, útvarpsviðtal.
Þar sat ég fyrir svörum í stuttu spjalli ásamt fulltrúum Vinstri Grænna, Íslandshreyfingarinnar og talsmanni öryrkja og aldraða. Því miður var tíminn kannski ekki alveg nógu langur fyrir allt það sem þurfti að ræða, eins og gengur og gerist í þessum þáttum. Ég náði þó að koma inná okkar brýnasta byggðamál, sjávarútvegsmálin.
Eftir fundinn reyndi ég svo að vinna upp vinnutap dagsins í hinu stórgóða verktakafyrirtæki Tréiðjunni Eini í Fellabæ sem ég vinn hjá, liggur við að segja í hjáverkum þessa daganna. En svona er nú baráttan. Eftir vinnu lá leiðinn svo í Menntaskólann á Egilstöðum annað kvöldið í röð á landbúnaðarfund sem Bændasamtök Íslands stóðu fyrir með frambjóðendum flokkanna í kjördæminu. Ég mun ræða betur um þann fund á morgunn líklega, enda kom margt merkilegt fram þar en dagurinn er að verða langur og framundan er meiri barátta með slurk af smíðavinnu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.