Kemur að óvart

Ekki er ég nú hissa á því að forstjóri HB Granda líki ekki sú umræða sem loksins virðist ætla að fara af stað hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Hann vill ekki að aðrir njóti góðs af sameiginlegri auðlind hafsins. Umræðan sem hefur átt sér stað er alls ekki annarleg, hún er löngu orðinn þörf. Það mætti kannski bjóða honum að byrja frá grunni í þessari atvinnugrein. Það kæmi kannski annað hljóð í skrokkinn þá.

 

Einnig eru merkileg síðustu orð hans í þessari grein:  Vilji menn gera breytingar á því eigi þeir að hafa kjark til að gera það hvernig sem árar.
Þarna er náttúrulega komið fram hið illviðráðanlega reykásareinkenni eins og Þorsteinn Gunnarsson benti svo skemmtilega á. 


mbl.is „Misráðið að gera harðindin að tylliástæðu til breytinga á kvótakerfinu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hann ætti ekki að óttast breytingar þar sem vel rekin fyrirtæki sjávarútvegi hljóta að þola að það séu gerðar skynsamar og réttlátar breytingar á stjórn fiskveiða.

Sigurjón Þórðarson, 18.6.2007 kl. 23:07

2 identicon

Ég skil ekki ykkur í frjálslindaflokknun, þið eruð alltaf að tala um að færa nýtingarréttinn aftur til sjávarbyggðanna, segðu mér hvenær er byggð sjávarbyggð og hvenær ekki, er ekki Vestmannaeyjar og Grindarvík sjávarbyggðir?? Þetta eru þær byggðir sem hafa verið að kaupa mestan kvóta upp á síðkastið

Hlýri (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 23:25

3 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

hvað með sjávarbyggðirnar á vestfjörðum, austfjörðum? Þú skalt heldur ekki gleyma að fyrir stuttu óttuðust margir vestmanneyjingar að stór hluti vinnslustöðvarinnar yrði seldur í burtu. Það er enda ekkert skrýtið þar sem í því kerfi sem er við lýði í dag lifa menn í þeim stöðuga ótta, eins og dæmin sína útum allt land og nú síðast á vestfjörðum kæri hlýri.

Sigurjón þú bætir því við sem ég gleymdi að hafa með. Þetta er ótrúlegt hvernig þessir menn haga sér og hreinlega furðulegt að fólk sé ekki að opna augun fyrir þessu fyrr en nú, sem ég held að sé að fara að gerast.

Eiríkur Guðmundsson, 20.6.2007 kl. 00:00

4 identicon

Sæll Eiríkur

Því miður er staðan svo að kvóti getur komið og kvóti getur farið, það liggur bara í hlutarins eðli, en í yfir 90 % tilfella fer hann bara á aðra sjávarbyggð sem getur gert betur en hin, það er hægræðing. Ég veit ekki betur en fyrir 1990 var stór kvóti í eigu sveitarfélaganna, td átti Akureyrarbær ÚA á sínum tíma og fyrir andvirðið var sundlauginn stækkuð, Þórshafnarhreppur átti HÞ en seldi og byggði íþróttahús, stór hluti Hólmadrangs var í eigu Hólmavíkurhrepps, þeir byggðu sundlaug fyrir andvirðið, Bæjarútgerð Reykjavíkur var í eigu Reykjavíkurborgar, Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var í Hafnarfjarðarbæjar, Söltunarfélag Dalvíkur var í eigu Dalvíkurbæjar, Tangi var í eigu Vopnafjarðarhrepps, Síldarverkssmiðjur ríkisins viða um land voru í eigu Ríkisins (almennings) svo lengi mætti telja og svona var þetta líka fyrir vestan, því miður var það svo að flest þessara sveitarfélaga hér að ofan voru illa rekin og þurftu að selja til að losa um pening, því spyr ég afhverju eiga þau að fá kvótann aftur kannski til að selja hann aftur því að þegar að flest þessara sveitarfélaga voru búin að selja frá sér lífsviðurværið flutti allt fólkið í burtu og nú vantar þeim tekju stofn, þannig að það væri jú gott fyrir þau að geta selt þetta aftur

Bk Hlýri 

Hlýri (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 21:49

5 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

sæll Hlýri

ég skil hvað þú ert að fara og þau dæmi sem þú tekur eru öll góð og gild. En þú misskilur samt eitt í stefnu okkar Frjálslyndra, en slíkt getur að sjálfssögðu gerst á bestu bæjum, í staðinn ætla ég að útskýra fyrir þér hvað þú ert að misskilja.

Ég sé það ekki fyrir mér að sveitarfélögin fái kvótann í sínar hendur sem eign. Þegar við tölum um að færa nýtingarréttinn aftur í sjávarbyggðirnar eigum við ekki við að senda kvótann eins og hann er í dag aftur í byggðirnar. Við viljum hinsvegar gera fólki í þessum byggðum kleift að sækja sjóinn og það viljum við gera með því að uppræta þá fiskveiðistjórnun og kvótakerfi sem er við lýði í dag. Við höfum margoft bent á kosti sóknardagakerfisins sem hefur reynst vel í Færeyjum.  Sveitarstjórnir á hverjum stað gætu því ekki selt frá sér lífsviðurværið eins og þú orðar það. Tekjustofnar sveitarfélaganna eru síðan annað umræðuefni.

Eiríkur Guðmundsson, 22.6.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband