Nýr sjúkdómur

Það er alveg greinilegt að nýr sjúkdómur hefur breiðst út og hefur til að mynda tekið sér bólfestu í þessum Frakka. Sjúkdómurinn á rætur sínar að rekja til eyju litillar sem kennd er eftir vestmönnum. Aðeins er vitað um eitt annað tilfelli þessarar veiki, sem nú hefur greinilega tekist að breiða úr sér eins og fyrr segir. Einkennin eru sú að vilja ekki með nokkru móti viðurkenna að hafa framið glæp og halda því statt og stöðugt fram að ekkert rangt hafi verið gert, þótt að sekt sé greinilega sönnuð. 

Ljóst er að skjótt verður að bregðst við til að hindra útbreiðslu veikinnar, hugsanlega eitthvað í líkingu við það sem þekktist í tengslum við fuglaflensuna.

 

Hinn möguleikinn er sá að sjálfstæðiflokkurinn útvegi manninum íslenskt ríkisborgararétt, Bjarni Ben gæti nýtt reynslu sína þar. Ef það gengi eftir megum við búast við því að Frakkinn verði kominn inn á Alþingi eftir næst kosningar

 

Að lokum skal þess getið að sjúkdómurinn nefnist Árna Johnsen Heilkennið 


mbl.is Franskur ökuþór vísar íslenskum lögum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Tæknileg mistök á frönsku!

Ævar Rafn Kjartansson, 27.7.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Halla Rut

Nokkuð gott og skemmtilega sett upp hjá þér. Þetta Árna mál er allt með eindæmum ótrúlegt. En mundu að það var fólkið sem kaus hann. Kannski hélt fólkið að hann mundi stela handa þeim göngum.

Halla Rut , 27.7.2007 kl. 21:31

3 identicon

þoli ekki frakka - djö geta þeir verið ógeðslega ömurlegir! púff

Sigga (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 21:34

4 Smámynd: Róbert Tómasson

farvell frans og komdu aldrei til íslands

Róbert Tómasson, 28.7.2007 kl. 05:27

5 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

ég tek það þannig að þú sért að tala um Frakkann en ekki Johnsen

Eiríkur Guðmundsson, 28.7.2007 kl. 14:45

6 identicon

Heyrðu góði rólegur á alhæfingunum. Þó að Árni sé Vestmannaeyingur og hafi brotið af sér er ekki þar með sagt að allir Vestmannaeyingar geri það. Ég er samt ekki að verja Árna, ég fíla hann ekki en þetta fannst mér fulllangt gengið hjá þér.

Ég (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 16:10

7 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Ég bjóst nú við að menn áttuðu sig á því að þetta var skrifað meira í gríni en alvöru. Ég er heldur ekki að alhæfa um vestmanneyinga, en Árni á rætur sínar þangað og þess vegna ætti "sjúkdómurinn" ættir sínar að rekja þangað ef að um alvöru sjúkdóm væri að ræða. 

En ég vona að þú sért ekki mjög særð/ur yfir þessu gríni hjá mér, en ég verð að viðurkenna að mér þætti skemmtilegt að vita nafn þitt.

Eiríkur Guðmundsson, 30.7.2007 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband