Að strípa niður pönklag

Það er nú það síðasta sem ég vil gera að vera með leiðindi við saklaust fólk, en ég verð nú bara aðeins að tjá mig um þetta.

Jakob Smári, sem er annars fyrirtaks bassaleikari þrátt fyrir að hafa verið í SSSól, minntist á það í þessari "frétt" að kokteilkvartettinn hans væri að strípa niður pönklög.

Ég get bara ekki fyrir mitt litla líf áttað mig á því hvernig í ósköpunum það er hægt að strípa niður lag úr tónlistarstefnu þar sem aðalmarkið var að vera eins hráir og mögulegt var. Þar sem hljóðfærafærni var aukaatriði, söngur nánast óæskilegur hjá þeim hörðustu, varla fleiri en einn gítar, kannski tveir og lögin voru löng ef að þau teygðust á þriðju mínutu.

Þetta á allt saman vel við um Sex Pistols, enda urðu þeir hálfgerðir tákngervingar pönksins. Anarchy in the UK er einmitt með þeim sem ekki vita.

Ég heyrði tónana sem hljómuðu undir "fréttinni" og þetta er langt frá því að vera strípun, þetta er í rauninni frekar andstæðan við það.

En ég leyfi mér þó alveg að fyrirgefa Jakob þessa vitleysu, hún er svo langt frá því að vera sú alvarlegasta sem gerð hefur verið hér á landi undanfarið. 


mbl.is Anarkisti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Smári Magnússon

"Þrátt fyrir að hafa verið í SSSÓL" ? Hvað eigið þér við ? :)

En það er best að ég svari þér bara sjálfur með þessa strípun. Það er rétt hjá þér að Sex Pistols voru hráir og strípaðir á sinn hátt. En það sem ég átti við er að við erum að taka úr þessu powerið eða hávaðann og allt "distortion" og taka þetta niður á rólegri level. Allt rosalega clean. Nánast acoustic. Kannski ekki rétt að kalla það strípun. Mér finnst það samt ákveðin strípun. En kannski erum við frekar að setja lagið í nýjan búning. Ég veit það ekki.

Annars var þetta bara eitthvert orðalag sem hrökk út úr mér. En þú ert búinn að fyrirgefa mér. Takk fyrir það :)

Jakob Smári Magnússon, 31.10.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

það var nú svo sem ekkert illt átt við með kommentinu mínu hjá SSSÓL, þið hafið bara aldrei verið alveg mitt uppáhald. Reyndar eigið þið fín lög inná milli, Ég stend á skýi og Þú ert ekkert betri en ég svona svo eitthvað sé nefnt. En heilt yfir hef ég ekki verið mikið í að hlusta á ykkur.

Það breytir því hins vegar ekki að ég hef mikið álit á þér sem bassaleikara og það er margt gott sem þú hefur gert. Til dæmis það sem þú hefur gert með Bubba og svo var það sem ég heyrði af Bassajólunum þínum algjörlega frábært, þó ég verði að játa að ég eigi þá plötu því miður ekki.

Annars þakka ég þér fyrir þessar útskýringar, ég get svo sem alveg kvittað undir þær útskýringar sem þú gefur, en ég er sammála þér að það er kannski frekar að kalla þetta nýjan búning, eða tóna lagið niður eða eitthvað. Maður hefur nú svo sem kannski sagt einhverja vitleysu í viðtölum.

Ég vill líka að það komi fram að mér finnst þetta fínasta útgáfa hjá ykkur og ég held svei mér þá að maður verði að jafnvel að kíkja einhverntíma á Prikið til að fylgjast með ykkur, ef maður vissi hvenær þið eruð þarna.

Það var heldur ekkert mál að fyrirgefa þér, menn hafa gert verri vitleysur en þetta. Það er heldur ekkert útséð um að þetta hafi verið einhver vitleysa. En það er líka gott að vita að þú tekur þessu ekki illa. 

Eiríkur Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 20:19

3 identicon

Sæll frændi og til hamingju aftur með prófið  

Voðaleg viðkvæmni er þetta!
Mig dauðlangar að auglýsa skoðun mína á þeim sem taka uppáhalds hljómsveit mína frá unglingsárunum og þykjast vera að "strípa" lögin þeirra niður.... en ætli ég láti það ekki vera þangað til ég er búin að heyra þessa nýju og "strípuðu" útgáfu!

Sólrún Einarsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband