Um jarðgöng

Þessi atburður sýnir okkur enn einu sinni að ekki er hægt að bíða lengur eftir almennilegum jarðgöngum til Norðfjarðar. Mér skilst reyndar að byrjað sé að vinna að þeim í samgönguráðuneytinu, sem er hið besta mál. Í gegnum tíðina hafa menn ekki verið á eitt sáttir með staðsetninguna á sjúkrahúsi fjórðungsins og hafa Reyðarfjörður eða Egilsstaðir verið nefndir sem hentugri staðir. Í mínum huga snýst málið ekki lengur um staðsetninguna heldur að gera aðgengi að sjúkrahúsinu betra. Ný göng til Neskaupsstaðar væru fyrsta skrefið í þá átt. Það er ekki viðunandi að íbúar fjórðungsins þurfi að láta bjóða sér þetta lengur, nógu lengi hefur það þó staðið yfir. 


mbl.is Kona í barnsnauð á fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband