6.4.2009 | 23:10
Útskýring?
Ætli þessi þrif á vegstikum og umferðarmerkjum hafi verið ástæða þess að Guðbjartur Hannesson, núverandi forseti Alþingis, hafi ekki séð sér fært að standa við kosningaloforð sitt um að fella niður gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum. Eða var það kannski bara venjulegur kosningasjúkdómur sem virðist grípa frambjóðendur á þessum tíma árs, og rennur svo af þeim fljótlega eftir kosningar?
Ég skal ekki segja, en kannski hafa menn bara þurft á peningunum að halda svo að hægt væri að þrífa þarna inni. Ég stóð allavega í þeirri meiningu að það ætti að hætta gjaldtöku þegar að búið væri að greiða upp göngin.
Tafir í Hvalfjarðargöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið væri það gott ef gjaldið væri fellt niður og allir alþingismenn fengju öllu framgengt. Guðbjartur hefur reynt af fremsta megni að fá gjaldið fellt niður án árangurs, bæði vegna andstöðu sjálfstæðismanna sem og Kristjáns Möllers sem er samflokksmaður Guðbjartar. Jafnvel hafa þær hugmyndir verið uppi að við sem mest notum göngin, þ.e. Skagamenn héldum áfram að greiða í þau þegar þau verða loksins greidd upp eftir ca 10 ár. Eins og staðan er núna þá þarf íslenska ríkið að yfirtaka skuldir Spalar til að geta fellt niður gjaldið og ég sé það ekki gerast í náinni framtíð því miður.
En almennt séð er þetta mismunun að við þurfum að greiða í göng á meðan aðrir þurfa þess ekki og á að vera réttlætismál að jafnt gangi yfir alla.
Kær kveðja
Sigrún (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.