7.4.2009 | 21:45
Úr vörn í sókn
Ræða formannsins míns í eldhúsdagsumræðunum var góð. Þar kom hann inn á margt af því sem þjóðin, og þeir sem hún mun treysta til að rétta þjóðfélagið við, þarf að hafa í huga. Ég er, eins og aðrir í Frjálslynda flokknum, ekki sérstakur talsmaður þess að fá álver eða aðra stóriðju í hvern fjörð. Staðan í dag er aftur á móti þannig að við verðum að horfa blákalt á hlutina, og nýta þá möguleika sem við höfum til þess að auka atvinnu í landinu. Stjóriðja er vissulega í þeim hópi. En það er ekki eini möguleikinn sem við höfum. Við getum aukið sókn okkar í sjávarútvegnum. Með því einu að leyfa handværaveiðar myndi leggja sitt lóð á vogarskálarnar.
Nú er allt í einu kominn upp sú staða að Ísland er orðið ódýrt land fyrir erlenda ferðamenn. Þar höfum við fjölmörg tækifæri til eflingar ferðaþjónustu. Á Íslandi er fólk sem hefur góðar hugmyndir á þeim grundvelli, en vantar stuðning til að koma hugmyndum sínum úr vör. Það er eitthvað sem við verðum að hjálpa til með, ríkissjóður mun fá það margfalt til baka. Það er líka mikilvægt að fá gjaldeyri inn í landið og hann getum við fengið frá ferðamönnum.
Um það bil 13.000 háskólastúdentar sjá nú fram á það að koma útúr skólunum í stórfellt atvinnuleysi. Nauðsynlegt er að Menntamálaráðherra stigi það skref að Háskóli Íslands bjóði uppá kennslu í sumar, það hlýtur að vera heillavænlegra og ódýrara til lengri tíma litið en að hafa þetta góða unga fólk á bótum. En þetta helst líka í hendur við það sem ég sagði um sókn í ferðaþjónustu til að mynda. Þar geta leynst þó nokkur sumarstörf.
Vilja úr þröngri stöðu í sókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Myndi það ekki stangast á við einangrunarstefnu flokksins að fá hingað inn ferðamenn?
Hilmar Gunnlaugsson, 8.4.2009 kl. 01:44
Eru menn að hita sig upp fyrir uppistand eða hreinlega bara byrjaðir að hita sig upp fyrir páskagleðina? Ég bara spyr, ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvaðan þetta komment er upprunnið en ég vona eiginlega að skýringin sé páskagleðin.
Maður ætti í rauninni ekki að vera að eyða tíma sínum í að svara svona rugli
Eiríkur Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 02:11
"Ég vil ekki fá hingað fólk úr bræðralagi Múhameðs." Jón Magnússon
"Svartur dagur í sögu þjóðarinnar." Magnús Þór Hafsteinsson um veitingu landvistarleyfis til Austur-Evrópumanna.
"Ég get sagt ykkur það. Ég fann ekki að ég væri, ef ég segi minni gömlu Málmey. Þarna voru Tyrkir og svertingjar og múslimar að selja kebab og pítsur og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var óhuggulegt." Kristinn Snæland
"Ég hef aldrei farið leynt með það að vera rasisti." Guðrún Þóra Hjaltadóttir
Hvað á maður að lesa út úr svona málflutningi?
Hilmar Gunnlaugsson, 8.4.2009 kl. 02:49
Ég fæ ekki betur séð en að ekkert af þessu fólki sé í framboði fyrir flokkinn í komandi kosningum. Þú verður að taka eitthvað af þessu upp við sjálfstæðisflokkinn þar sem að Jón Magnússon er núna.
Ég finn, í sannleika sagt, til með fólki sem eru rasistar og ég ætla vinsamlegast að biðja þig um að vera ekki að gera mér upp neinar skoðanir í þeim efnum. Allar þær dylgjur sem þú berð á borð hér falla aftur á móti um sjálfa sig. Er í rauninni ekkert nema lítilsvirtur útúrsnúningur, sem ég er enn og aftur að eyða tíma mínum í að svara.
Eiríkur Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 03:38
Ég var ekki að kalla þig rasista Eiríkur. Hvar sástu það?
En þá ertu eflaust sammála mér að þessi ummæli séu verulega ósmekkileg og hef ég borið þær tilögur fram við meðlimi flokksins að beðist verði afsökunar opinberlega á þessum ummælum og sá málflutningur sem boðaður var í nafni flokksins í málefnum innflytjenda verði dreginn til baka við litlar undirtektir. Ekkert í stefnuskrá ykkar bendir til rasisma og hvers vegna ætti þá ekki að vera sjálfsagt mál að biðjast afsökunar á þessu séuð þið ekki rasistar?
Mér þótti undarlegt að Sjálfstæðismenn tækju við Jóni og hef gagnrýnt þá ákvörðun en öfgamálflutningur hans var þó viðhafður í nafni FF og því á ábyrgð flokksins.
Hilmar Gunnlaugsson, 8.4.2009 kl. 04:01
Þú ert semsagt að fara fram á það að ég biðjist afsökunar á því sem fyrrum flokksfélagi minn sagði?
Eða á ég að biðjast afsökunar á því að við nefndum það fyrir síðustu kosningar að það væri hægt að búa betur að til dæmis erlendu vinnuafli, þar sem það þekktist að þeir væru jafnvel settir margir saman í örsmáar íbúðir. Eða að bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Ég held að ég bendi þér á þessa grein hér hjá mér sem ég skrifaði fyrir síðustu kosningar, en fékk einhverra hluta vegna ekki sitt pláss í dagblöðum landsins:
http://eirikurgudmundsson.blog.is/blog/eirikurgudmundsson/entry/150164/
Eftir að þú hefur lesið þetta vil ég einfaldlega spyrja þig hvort að ég hafi eitthvað til að biðjast afsökunar á.
Eiríkur Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.