8.4.2009 | 11:52
Ótrúlegt siðferði
Þessum blessuðu mönnum hefði sennilega ekkert veitt af siðferðikennslu þegar þeir gengu menntaveginn. Það er sorglegt að sjá að eftir alla þá vakningu sem þó hefur orðið í þjóðfélaginu, og öll þau áköll á breytingar, séu ennþá menn sem líta á sig sem stærri og mikilvægari en heildina. Þessum mönnum á að refsa, þó að þeir séu kannski ekki þeir verstu í öllum þeim hildardansi sem við höfum gengið í gegnum. Þetta er samt líkt því að sparka í liggjandi mann, slíkt gerir maður ekki.
Nýttu sér glufur á gjaldeyrisreglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst sem siðferði og drengskapur ásamt heiðaleika sé eitthvað sem almúganum sé innrætt en,menntaðir og ríkir séu stikkfrí
Sigurlaugur Þorsteinsson, 8.4.2009 kl. 12:34
Ég ætla nú ekki að ganga svo langt að segja að þeir sem eru menntaðir eða rikir hafi ekki þessa kosti sem þú taldir upp.
Ég held að þetta fari meira eftir gildismati viðkomandi. Hvað menn eru tilbúnir að leggjast lágt fyrir skjótfengin gróða sem dæmi. Undanfarin áratug var gildismatið að fara í þá átt að þú græddir ekkert væriru ekkert, og menn voru alltaf að ganga lengra til þess að græða meira.
Einhversstaðar á leiðinni fór allt siðferði útum gluggann, það er alveg rétt. Nú erum við aftur á móti að byrja uppbyggingarstarfið á Íslandi og þá munu gömul og góð gildi eins og siðferði, drengskapur og heiðarleiki ná vopnum sínum á ný.
Eiríkur Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.