8.4.2009 | 12:14
Traust
Ég bara trúi ekki að nokkur maður geti hugsað sér að hjálpaþessu fólki að ríkisjötunni aftur. Nú hefur það verið upplýst að Sjálfstæðisflokkurinn braut lög þegar hann tók við styrkjum frá Neyrðarlínunni og Póstinum fyrir síðustu kosningar. Því skal reyndar haldið til haga að allir aðrir flokkar á þingi, fyrir utan okkur Frjálslynda flokknum, tóku við styrkjum frá póstinum.
Nú hefur það komið í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn tók við stórri fúlgu frá FL Group 2 DÖGUM fyrir gildistöku laga um fjármál flokkanna. Ef að þetta sýnir ekki rétta andlit þessara manna og kvenna, veit ég ekki hvað myndi gera það. Nú hlýtur það að fara að renna upp fyrir fólki að löngu er kominn tími til að gefa þessu fólki langt og gott frí frá ríkisgarðanum.
Það skal heldur engan undra að þessi sami flokkur sé sein til þegar að talað er að setja einhversskonar leik- eða siðareglur fyrir stjórnmálaflokka og menn. Flokkur með svona samvisku.
Hafði ekki hugmynd um þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.