Og flugvöllinn um kyrrt!

Ég ætla rétt að vona það að okkur íslendingum muni takast að hafa það vit fyrir okkur sjálfum að vera ekki að hrófla við flugvellinum úr vatnsmýrinni. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur landsbyggðarfólk, þó að ekki væri minnst á nema í tengslum við Landspítalann.

Þess vegna hefur það verið hálf ömurlegt að hlusta á misgáfaða stjórnmálamenn tala um hinar og þessar lausnir á flugvallarmálinu svokallaða. Einn vildi færa völlinn uppá heiði, annar út í fjörð og einn annar vildi bara fljúga á suðurnesin. Einn flokkur hefur þó verið ötull talsmaður landsbyggðarinnar í þessu máli, sem og svo mörgum öðrum. Frjálslyndi flokkurinn. Það er hreinlega ekki hægt að bjóða þeim sem þurfa að sækja sér þjónustu til Reykjavíkur þurfi að lenda upp á heiði, í firði eða í öðru sveitarfélagi á leið sinni.

Það hljóta í rauninni allir skynsamir menn að sjá þetta jafnt og þétt. Það þarf ekkert að fara í einhverja talnaspeki, eða slá um sig með einhverjum frösum um flugvélar eða guð má vita hvað. Ástæðan fyrir því að Sjálfstæðismenn vildu völlinn í burt var reyndar byggingarland. Það fellur um sjálft sig í þessu árferði, það er ekki mikil eftirspurn eftir dýrum húsum lengur. 


mbl.is Framkvæmdir við samgöngumiðstöð geti hafist í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Eiríkur

Ég skil ekki þennan frétta flutning um flugvöllinn.  Reykjavíkurflugvöllur verður á sínum stað um ókomin ár. Framsóknarmenn vilja hann burtu og hafa viljað það lengi.

Ég sjálfur hef barist fyrir honum á Landsfundum og okkar stefna Sjálfstæðismanna er skýr. Ég bið þig að fara inn á vef XD þá sérðu skýr skilaboð sem þú vilt sjá.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 8.4.2009 kl. 14:56

2 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Það er alveg rétt hjá þér Jóhann að þetta er skýrt þarna, og það er gott að þú hefur haft góð áhrif á þennan flokk þinn. Hins vegar var þetta kannski ekki alveg jafn skýrt fyrir borgarstjórnarkosningarnar.

Ég fagna þessu hins vegar, og þetta eru vissulega skilaboð sem ég vil sjá. 

Eiríkur Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 17:06

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Eiríkur.

Ég sjálfur barist fyrir þessu í samgöngunefnd og meiri hluti var sammála mér þetta er mjög skýrt í landsfundaályktun.

Eins og ég sagði Framsóknarflokkurinn er á móti þessu. Þú ættir að blogga um Óskar Bergsson sem ber ábyrgð á sínum ummælum.

Þið eruð sammála mér.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 8.4.2009 kl. 19:37

4 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Sæll Jóhann

 Óskar ber að sjálfssögðu ábyrgð á sínum ummælum.

Gísli Marteinn hefur aftur á móti sagt að hann vildi láta byggja í Vatnsmýrinni. Hann er í Sjálfstæðisflokknum. Það var líka farið í hugmyndasamkeppni um byggð í Vatnsmýrinni, ég skal reyndar viðurkenna það fúslega að ég man ekki alveg hvort að vinna við það hófst á meðan 100 daga meirihlutinn í borginni sat við völd. Enda voru skiptin ansi ör þar.

Ég endurtek enn og aftur ánægju mína með þessa stefnu sem birtist hjá ykkur, og vona innilega að það breytist ekki. Ég ætla meira að segja að hrósa þér fyrir þína baráttu, því að ég tek öllum þeim fagnandi sem eru sammála mér í þessu máli. 

Eiríkur Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 20:48

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Óskar.

Tek undir með þér Reykjavíkurflugvöllur verður á sínum stað um ókomin ár. Þjóðin er sammála því, þetta er ekkert einkamál fámenns klíkuhóps sem vill flugvöllinn burtu.

Reykjavíkurflugvöllur er þjóðbraut allra landsmanna og öryggisnet að sama skapi, ef til veikinda kæmi eða slysa vegna nálægðar við sjúkrahús eða þjónustu.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 9.4.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband