21.4.2009 | 02:53
Móri að stríða Bjarna?
Ég held að Bjarni vinur minn hafi farið eitthvað illa útúr samskiptum sínum við hann Móra, ef hann heldur í raun og veru að VG séu eini kosturinn fyrir þjóðholla íslendinga. Flokkur sem segist vera á leið í ríkisstjórn með Samfó, fái þeir til þess fylgi, getur ekki talist eini kosturinn fyrir þjóðholla íslendinga. Hvað þá góður. Frjálslyndi flokkurinn lét gera könnun hjá sér í vetur til afstöðu félagsmanna til evrópusambandsaðildar, og niðurstaðan gat hreinlega ekki verið skýrari. Mikill meirihluti sagðist ekki vilja ganga í evrópusambandið. Ég kann heldur ekki við það hjá Bjarna að segja enga vera þjóðholla nánast en VG. Aðgerðarleysi þeirra í tengslum við kvótakerfið til að mynda getur ekki vera mikil þjóðhollusta, enda er breytingarkrafan á því eitt brýnasta mál sem hefur snúið að þjóðinni um árabil. Þar er að sjálfssögðu frátalinn sú kreppa sem við upplifum nú. Með breytingum á kerfnu myndum við hins vegar stíga gott og nauðsynlegt skref í rétta átt úr kreppunni. Það virðist VG ekki hafa áhuga á, miðað við síðustu yfirlýsingar.
X-F
Bjarni Harðarson styður VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.