Með aflaheimildir til Evrópu?

Á þriðjudagskvöldið mættum við Ásta Hafberg til sameiginlegs fundar í gamla skólanum mínum, Menntaskólanum á Egilsstöðum. Á fundinum, sem var sendur út í svæðisútvarpi austurlands, flutti ég framsögu fyrir hönd okkar Frjálslyndra og var það einstaklega skemmtilegt fyrir mig að standa í sömu pontu og ég gerði fyrir rúmum fjórum árum síðan, þegar ég flutti mína fyrstu opinberu ræðu.

Það var ekki eins gaman að heyra í fulltrúa Samfylkingarinnar, Sigmundi Erni, þegar hann sagðist ekkert sjá að því að fara með aflaheimildir að sameign þjóðarinnar og láta þær ganga kaupum og sölum í Evrópu. Eins og allir vita núorðið er lausn Samfylkingarinnar, á nánast öllum vandamálum heimsins, sú að ganga í Evrópusambandið. Það höfum við fengið að heyra æ ofan í æ. Í þeirri umræðu hafa þó flestir talað um að sérsamninga þyrfi til fyrir náttúruauðlindir okkar. 

Það hlýtur að eiga sér eitthvað skammhlaup í höfðum manna sem láta sér detta svona vitleysishugmyndir í hug.  Hvernig geta menn rökstutt að kjósa svona rugludalla yfir sig inná þing?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband