Er þetta nóg?

Þetta er nú einn af þeim málaflokkum sem þingmenn okkar Frjálslyndra vöktu athygli á ekki alls fyrir löngu, og fékk ótrúlegt en satt bágt fyrir frá sumum.

Eftir að hafa lesið þessa frétt velti ég því hins vegar fyrir mér hvert afgangurinn af þessum 100 milljónum fór? Einnig er það áhyggjuefni að þeir 4600 nemendur sem sótt var um fái ekki allir tækifæri til að læra málið okkar.

Verst finnst mér þó að þetta er bara alls ekki nógu mikið. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er hlutfall erlendra ríkisborgara á íslandi 6%, það þýðir að, ef við miðum við að við séum 300.000, þeir séu 18.000. Af þessum 18000 munu 3360 fá íslenskukennslu á þessu ári. Á það ekki að vera skylda samfélagsins að sjá öllum þeim sem koma hingað til lands fyrir íslenskukennslu? 


mbl.is 90 milljónir króna veittar í íslenskukennslu fyrir útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skref í rétta átt en ég hef aðra spurningu; hvað á að gera við 'íslensku utangarðsbörnin' þ.e. íslensk börn sem koma til Íslands eftir áratug erlendis - ég á einn slíkan son sem fær enga sérstaka íslenskukennslu eða styrk þar sem hann er Íslendingur ?? Þessi börn falla hvergi inn í kerfið og ekki einu sinni tekið tillit til erlendrar menntunar þegar kemur að samræmdum prófum. Þurfum við ekki aðeins að fara að taka til heima hjá okkur ?

Guðrún Margrét Þrastardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

jú algjörlega. Mér finnst margt í skólakerfinu sem þarfnast lagfæringar, og þetta er tvímælalaust gott dæmi um það. En það samt sem áður hluti af því að taka til heima hjá okkur, eins og þú orðar það, að bæta íslenskukennslu fyrir þá sem flytjast hingað. Þá á að sjálfssögðu ekki að skipta máli hvort að það eru erlendir ríkisborgarar eða þá íslensk börn eins og þitt eigið.

Ástæðan fyrir því að svona er komið fyrir börnum eins og þínu tel ég, þó að ég hafi svosem engar tölulegar staðreyndir fyrir því, hugsanlega vera að það eru kannski lítill hópur sem er í þessari stöðu. Það virðist því miður vera þannig að stjórnarflokkarnir gleymi litlu hópunum í þjóðfélaginu, þó að þeir séu alls ekki minna mikilvægir en aðrir. 

En ég þakka þér kærlega fyrir vekja athygli mína á þessu máli, þetta er svo sannarlega eitthvað sem þarf að skoða. Vona að þetta hafi upplýst eitthvað. 

Eiríkur Guðmundsson, 13.3.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband