Kominn tími til

Það kom þá að því sem að menn höfðu verið að bíða eftir. Hillary beið náttúrlega með að viðurkenna ósigur sinn, sem öllum var þó orðinn ljós fyrir nokkru síðan, til að reyna að koma sínum hjartans málum inná pallborðið hjá Obama. Það er því nokkuð ljóst að eitthvað hefur henni tekist að fá fram á fimmtudagskvöldið þegar þau ræddu saman.

 

Ég hef persónulega viljað sjá Obama sem forsetaefni flokksins alveg síðan að hann tilkynnti um framboð. Ég tel að hann sé einmitt maðurinn sem getur lagað ímynd Bandaríkjanna eftir þessa skelfilegu 8 ára tíð Bush yngri, sem þó er loks að sjá fyrir endann á.  Obama hefur alltaf staðið fastur gegn brölti Bush í Írak og hefur sagst vilja ræða við leiðtoga ríkja sem Bandaríkjamenn telja vera óvinveitta sér, svo sem Kúbu og Íran. Það er góð nýbreytni í bandarískum stjórnmálum að vilja ræða hlutina frekar en að sprengja þá upp.

 

Ég býst ekki við því að Hillary verði varaforsetaefni Obama, það verður unnið að því að sameina flokkinn í kringum Obama á annan hátt. Hins vegar kæmi það mér ekki mikið að óvart ef að hún fengi ráðherrastól ef að Barack Obama vinnur sigur á John McCain, sem ég vona svo sannarlega. 


mbl.is Clinton lýsir yfir stuðningi við Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kominn tími til, sammála.  Dapurt að hlusta þetta væl hennar að US væru ekki tilbúnir fyrir kvenforseta bla bla.  Láta vorkenna sér af því hún er kona.  Persónulega held ég að þetta væl og minnimáttarkennd hennar hjálpi ekki Obama.  Hún á að hafa hægt um sig og skemma ekki fyrir honum.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Ég held einmitt að þau hafi keppt þarna á nokkuð góðum jafnréttis grundvelli. Hún verandi kona og hann hörundsdökkur. Hún virðist nefnilega gleyma þeirri staðreynd að það hefur ekki verið mikið um hörundsdökkt fólk í þessari baráttu. Hún vil þá væntanlega meina að bandaríkjamenn sú frekar tilbúnir fyrir hörundsdökkan forseta en kvenkyns. Það getur svo sem verið en ég held að hún hafi beðið ósigur vegna þess að með Obama kom vindur breytinga og ferskleika, það ásamt ræðusnilld hans.

Ég er sammála þér að hún á að hafa hægt um sig út á við, en aftur á móti þarf hún að vinna á bak við tjöldin og þjappa sínu fólki að baki Obama. 

Eiríkur Guðmundsson, 7.6.2008 kl. 22:52

3 identicon

Ferskleiki, þarna komstu með rétta orðið.  Clinton fann það fljótlega í baráttunni að hún væri að eiga við verðugan keppinaut sem heillaði þreytta kjósendur upp úr skónum.  Clinton vélin greip þá til örþrifaráða og byrjaði með skítkast og ómálefnanlegt tuð sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á gengi Demókrata í vor.  McCain ætti ekki að reynast Obama mikil keppinautur en vegna orðinna atburða hafa Republicanar meiri séns en ella.  Sammála um að Clinton þarf að vinna bak við tjöld en gera það mjög hljóðlega

B jarni (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 12:36

4 identicon

Það má segja að Mc Cain sé nánast sjálfkjörinn sem næsti forseti BNA. Obama á enga möguleika. Mc Cain varð næsti forseti þegar Demókratar völdu Clinton og Obama sem frambjóðendur sína. 

Öryrkinn (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 14:46

5 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Ég held að Öryrkinn sé nú að vanmeta Obama all hrikalega. Það er langt frá því að það verði eitthvað sjálfgefið í komandi kosningum, McCain hefur aftur á móti væntanlega hagnast eitthvað á þvi hversu harðar forkosningar Demókrata hafa verið. Samkvæmt þessari frétt virðist það aftur á móti ekki koma að sök og í könnuninni er Obama með 8 prósenta forskot. Á þeim tímapunkti var hann samt ekki búinn að tryggja sér útnefningu flokksins, þannig að ummæli þín um að Obama eigi enga möguleika eru nú kannski ekki alveg rétt.
 

Eiríkur Guðmundsson, 8.6.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband