Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.3.2007 | 23:24
Jón býr í sínum eigin heimi er það ekki?
Getur virkilega verið að Jóni finnist þetta? Er ekki líklegra að þarna sé verið að reyna að hengja bakara fyrir smið? Bjóst Jón virkilega við því að stjórnarandstaðan hjálpaði til við hvaða rugl sem er? Eins og frumvarpið var, skipti engu máli þótt það væri lagt til hliðar, það var merkingarlaust. Fyrir utan það náttúrulega að þetta átti að festa kvótakerfið í sessi. Greinilegt er að umræða okkar í Frjálslynda flokknum hefur loks skilað því að alþingi er ekki tilbúið í hvaða rugl sem er til að tryggja þetta handónýta kerfi í sessi. Ég get ekki sagt að ég finni mikið til með Nonna og félögum í Framsóknarflokknum sem ætluðu að kaupa sér atkvæði með þessu, en þetta var aldrei neitt nema tilraun til vilsælda fyrir kosningar.
Fer Siv nú ekki að slíta stjórnarsamstarfinu?
Jón Sigurðsson: Stjórnarandstaðan gekk á bak orða sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2007 | 20:27
Er þetta nóg?
Þetta er nú einn af þeim málaflokkum sem þingmenn okkar Frjálslyndra vöktu athygli á ekki alls fyrir löngu, og fékk ótrúlegt en satt bágt fyrir frá sumum.
Eftir að hafa lesið þessa frétt velti ég því hins vegar fyrir mér hvert afgangurinn af þessum 100 milljónum fór? Einnig er það áhyggjuefni að þeir 4600 nemendur sem sótt var um fái ekki allir tækifæri til að læra málið okkar.
Verst finnst mér þó að þetta er bara alls ekki nógu mikið. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er hlutfall erlendra ríkisborgara á íslandi 6%, það þýðir að, ef við miðum við að við séum 300.000, þeir séu 18.000. Af þessum 18000 munu 3360 fá íslenskukennslu á þessu ári. Á það ekki að vera skylda samfélagsins að sjá öllum þeim sem koma hingað til lands fyrir íslenskukennslu?
90 milljónir króna veittar í íslenskukennslu fyrir útlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2007 | 23:05
Borgarfjörður Eystri
Í gær fór ég á framboðsfund á Borgarfjörð Eystri með Sigurjóni Þórðarsyni. Það er heldur langt síðan að ég kom þangað síðast en staðurinn er alltaf jafnfallegur. Ágætlega var mætt á fundinn í þessu 150 manna þorpi og virtist sem fundarmönnum líkaði vel við það sem fram kom á fundinum. Það kemur mér reyndar ekki að óvart þar sem að ég tel Frjálslynda flokkinn vera eina vitræna kostinn í stöðunni fyrir byggðir eins og Borgarfjörð. Frjálslyndi flokkurinn er einfaldlega eina svarið fyrir byggðir sem bygga stóran hluta afkomu sinnar á sjávarútvegi. Ég er til að mynda nokkuð viss um að íbúar Borgarfjarðar tækju því fangandi að frjálsar handfæraveiðar yrðu leyfðar, og yrðu ekki einir um það. Svo undarlega sem það hljómar þá virðist svo vera að við í Frjálslynda flokknum séum eina stjórnmálaaflið sem viljum breyta því meingallaða fiskveiðistjórnunarkerfi sem við búuum við í dag. Þessa stundina hamast stjórnarflokkarnir við að koma merkingarlausu ákvæði í stjórnarskrá sem segir að náttúruauðlindir Íslands skuli vera þjóðareign. Það segir fyrsta setning 1.gr frumvarpsins, sú grein er ekki löng en endar á þessum orðum. "Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum."
Þetta sýnir svo ekki verði um villst að þetta frumvarp breytir engu og er ekkert nema merkingarlaust "skraut" í stjórnarskránna. Það virðist því miður vera svo að ekki viti allir hvað þetta frumvarp gengur í raun útá og sýnir það sig í könnun sem Fréttablaðið gerði þar sem rúm 66 % aðspurða sögðust vera hlynnt frumvarpinu. Það hljómar nefnilega ágætlega að verið sé að gera fiskinn að eign þjóðarinnar, og það er það sem almenningur heyrir, það eru færri sem átta sig á merkingarleysinu í þessu öllu saman virðist vera.
Það er því fullreynt að stjórnarflokkarnir hafa það ekki í hyggju að breyta neinu. Ég hef því miður ekki séð félaga okkar Frjálslyndra í stjórnarandstöðu gefa fiskveiðistjórnun mikin gaum hingað til. Það er því rétt skref, og gott, fyrir fólk úr sjávarbyggðum landsins að kjósa okkur 12. maí í vor.
12.3.2007 | 00:08
Hver er ég?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)