15.3.2007 | 23:24
Jón býr í sínum eigin heimi er það ekki?
Getur virkilega verið að Jóni finnist þetta? Er ekki líklegra að þarna sé verið að reyna að hengja bakara fyrir smið? Bjóst Jón virkilega við því að stjórnarandstaðan hjálpaði til við hvaða rugl sem er? Eins og frumvarpið var, skipti engu máli þótt það væri lagt til hliðar, það var merkingarlaust. Fyrir utan það náttúrulega að þetta átti að festa kvótakerfið í sessi. Greinilegt er að umræða okkar í Frjálslynda flokknum hefur loks skilað því að alþingi er ekki tilbúið í hvaða rugl sem er til að tryggja þetta handónýta kerfi í sessi. Ég get ekki sagt að ég finni mikið til með Nonna og félögum í Framsóknarflokknum sem ætluðu að kaupa sér atkvæði með þessu, en þetta var aldrei neitt nema tilraun til vilsælda fyrir kosningar.
Fer Siv nú ekki að slíta stjórnarsamstarfinu?
Jón Sigurðsson: Stjórnarandstaðan gekk á bak orða sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.