Nú er ég hissa

Ég verð að segja alveg eins og er, af því að þegar ég var yngri var mér kennt að hreinskilni væri dyggð og löstur væri að ljúga, að það kemur mér ekki að óvart að menn innan ríkisstjórnarinnar sem situr hér á landi séu ósammála. Menn sem eru í sitt hvorum flokknum eru ekki sammála um hvað gera skal þegar kemur að því að stýra ríkisskútunni. 

Þetta eru ekki nýjar fréttir, þvert á móti, þessi ríkisstjórnarflokkar eru nánast aðeins sammála um einn hlut. Það er að vera saman í ríkisstjórn, halda völdum. Afstaða flokkanna til Hvalveiða, Evrópusambandsins og Baugsmálsins auk fjölda annarra mála eru ekki nálægt því að vera líkar. Hvað eftir annað hafa þingmenn flokkanna munnhöggvist gegn hvor öðrum í vetur. Þetta er því alls ekki frétt, það gat hver sem er sagt sér þetta. Það verður hins vegar sennilega forsíðufrétt þegar að einhversskonar samstaða verður með þessum flokkum.

Það leynist samt frétt í fréttinni. Hún er sú að Kristján Þór Júlíusson er sammála Gunnari Svavarssyni, og hann er í hinum ríkisstjórnarflokknum. Eigum við ekki að segja að þetta sé undantekningin sem sannar regluna? 


mbl.is Frestun ekki inni í myndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími til

Það kom þá að því sem að menn höfðu verið að bíða eftir. Hillary beið náttúrlega með að viðurkenna ósigur sinn, sem öllum var þó orðinn ljós fyrir nokkru síðan, til að reyna að koma sínum hjartans málum inná pallborðið hjá Obama. Það er því nokkuð ljóst að eitthvað hefur henni tekist að fá fram á fimmtudagskvöldið þegar þau ræddu saman.

 

Ég hef persónulega viljað sjá Obama sem forsetaefni flokksins alveg síðan að hann tilkynnti um framboð. Ég tel að hann sé einmitt maðurinn sem getur lagað ímynd Bandaríkjanna eftir þessa skelfilegu 8 ára tíð Bush yngri, sem þó er loks að sjá fyrir endann á.  Obama hefur alltaf staðið fastur gegn brölti Bush í Írak og hefur sagst vilja ræða við leiðtoga ríkja sem Bandaríkjamenn telja vera óvinveitta sér, svo sem Kúbu og Íran. Það er góð nýbreytni í bandarískum stjórnmálum að vilja ræða hlutina frekar en að sprengja þá upp.

 

Ég býst ekki við því að Hillary verði varaforsetaefni Obama, það verður unnið að því að sameina flokkinn í kringum Obama á annan hátt. Hins vegar kæmi það mér ekki mikið að óvart ef að hún fengi ráðherrastól ef að Barack Obama vinnur sigur á John McCain, sem ég vona svo sannarlega. 


mbl.is Clinton lýsir yfir stuðningi við Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem eftir stendur

Þegar öllu er á botninn hvolft, hvort sem það átti að fella dýrið eða svæfa það, stendur sú staðreynd upp úr allri umræðunni að enginn viðbragðsáætlun er til staðar. Ástæðuna fyrir því að hlutirnir fóru eins og þeir gerðu er sú að enginn er áætlunin. Það er deginum ljósara að ráðamönnum hér á Íslandi hefur ekki flogið það í hug að við gætum fengið svona heimsóknir til okkar. Reyndar þekki ég ekki hvort að dýralæknar eða aðrir menn sem tengjast svona málum hafi áður bent á að slíka áætlun vantaði. Héraðsdýralæknirinn hér á Egilstöðum gerði það hins vegar í útvarpinu í dag. Það kæmi því ekki að óvart ef að viðbragðsáætlun til að notast við í tilvikum sem þessum liti dagsins ljós síðar á árinu. Það væri í það minnsta ekki óeðlilegt. 

Hvað varðar hvort að rétt hafi verið að fella björninn eða ekki þá held ég að úr því sem komið var þar sem að enginn virtist hreinlega vita hvað átti að gera. Viðbragðsáætlun takk.

 


mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski að maður láti heyra í sér aftur...

Það fer að nálgast ár síðan ég setti niður nokkur orð á síðunni hérna síðast, og í rauninni ekkert af viti síðan að það var kosið. Eins skemmtilegt og það var að taka þátt í baráttunni í fyrra þá ákvað ég að kúpla mig aðeins út um tíma. Það er nú ekki þar með sagt að ég hafi hætt að fylgjast með eða hafi sleppt því að hafa skoðanir á hlutunum, enda vita þeir sem þekkja mig að ég á mjög erfitt með það. Hafandi sagt þetta þá held ég að það sé kominn tími til að ég blási aðeins lífi í síðuna hérna.

Það hefur ýmislegt gerst hjá mér á þessu ári, ég er búinn að flytja tvisvar sinnum hérna innan Egilstaða og nú síðast í gær. Í sumar mun ég búa hjá Gunnari Gunnarssyni tilvonandi fjölmiðlagúrú, þangað til ég fer suður í lögfræðina í haust. Hann er reyndar framsóknarmaður, en ég vona að mér verði fyrirgefið það. Ég hef haldið áfram að vinna hjá Tréiðjunni Eini og mun halda því áfram eitthvað fram í ágústmánuðinn. Í febrúar var ég reyndar greindur með brjósklos og var aðeins frá vinnu vegna þess. Það var sem betur fer bara lítið og með því að beita mér rétt og passa mig þá hef ég getað unnið og er allur að skríða saman.  Svo hefur maður aðeins verið að dufla við listagyðjuna, sem ég hef reyndar gert í þó nokkurn tíma. Ég hef aðeins verið að taka upp tónlist eftir mig og ég held að ég leyfi ykkur að heyra lag sem ég sendi í sjómannalagakeppni Rásar 2 um daginn. Það naut nú reyndar ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar, og það er eitthvað sem segir mér að það hafi eitthvað að gera með textann sem einhver ykkar gætu þó verið ánægð með. Svo ákvað ég að byrja á skáldsögu sem ég ætlaði reyndar að vera búinn með núna, en ég held að ég láti allar frekari tímasetningar með hana vera.

Nú held ég að allar þær spurningar, sem hafa án nokkurs vafa velkst um í huga ykkar, séu komnar fram og þið getið því vonandi sofið róleg.

 

Sjáumst í baráttunni 


Nýr sjúkdómur

Það er alveg greinilegt að nýr sjúkdómur hefur breiðst út og hefur til að mynda tekið sér bólfestu í þessum Frakka. Sjúkdómurinn á rætur sínar að rekja til eyju litillar sem kennd er eftir vestmönnum. Aðeins er vitað um eitt annað tilfelli þessarar veiki, sem nú hefur greinilega tekist að breiða úr sér eins og fyrr segir. Einkennin eru sú að vilja ekki með nokkru móti viðurkenna að hafa framið glæp og halda því statt og stöðugt fram að ekkert rangt hafi verið gert, þótt að sekt sé greinilega sönnuð. 

Ljóst er að skjótt verður að bregðst við til að hindra útbreiðslu veikinnar, hugsanlega eitthvað í líkingu við það sem þekktist í tengslum við fuglaflensuna.

 

Hinn möguleikinn er sá að sjálfstæðiflokkurinn útvegi manninum íslenskt ríkisborgararétt, Bjarni Ben gæti nýtt reynslu sína þar. Ef það gengi eftir megum við búast við því að Frakkinn verði kominn inn á Alþingi eftir næst kosningar

 

Að lokum skal þess getið að sjúkdómurinn nefnist Árna Johnsen Heilkennið 


mbl.is Franskur ökuþór vísar íslenskum lögum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur að óvart

Ekki er ég nú hissa á því að forstjóri HB Granda líki ekki sú umræða sem loksins virðist ætla að fara af stað hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Hann vill ekki að aðrir njóti góðs af sameiginlegri auðlind hafsins. Umræðan sem hefur átt sér stað er alls ekki annarleg, hún er löngu orðinn þörf. Það mætti kannski bjóða honum að byrja frá grunni í þessari atvinnugrein. Það kæmi kannski annað hljóð í skrokkinn þá.

 

Einnig eru merkileg síðustu orð hans í þessari grein:  Vilji menn gera breytingar á því eigi þeir að hafa kjark til að gera það hvernig sem árar.
Þarna er náttúrulega komið fram hið illviðráðanlega reykásareinkenni eins og Þorsteinn Gunnarsson benti svo skemmtilega á. 


mbl.is „Misráðið að gera harðindin að tylliástæðu til breytinga á kvótakerfinu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurland framtíðarinnar

Ég bý á austurlandi, og hef gert allt mitt líf. Ég stend þó frammi fyrir því að þurfa, fyrr en seinna að hafa mig á brott, um stundarsakir að minnsta kosti, í háskólanám. Ég vil þó koma aftur og geta búið á austurlandi og starfað við það sem ég ákveð að taka mér fyrir hendur í námi. Svona er komið fyrir mörgum öðrum sem eru annaðhvort í námi, eða eru á leið í það.


Það er nefnilega hægt að gera margt til að gera þennan landsfjórðung fýsilegri til búsetu. Lenging Egilsstaðaflugvallar myndi breyta miklu í utanlandsflugi fyrir okkur sem viljum búa hér í framtíðinni. Átak í jarðgangnagerð myndi stytta ferðatíma innan fjórðungsins gríðarlega. Ferðatími frá Egilstöðum yrði ekki lengri en klukkutíma frá þéttbýlisstöðum austurlands. Ekki má gleyma því umferðaröryggi sem jarðgöng hafa í för með sér.


Við höfum tækifæri til að byggja upp byggðirnar, m.a. með því að afnema það óréttláta kerfi sem við íslendingar búum við í sjávarútvegsmálum. Þorpin hér fyrir austan hafa alla möguleika til að blómstra og stækka, eftir áralanga kreppu, ef að aðstæður til nýtingu þeirra auðlinda sem þau eru svo stutt frá. Fólk hefur heimtingu á því frelsi að geta unnið við þá atvinnu sem það hefur áhuga á að vinna við. Það er heldur ekki spurning að þjónustusamfélagið sem er á héraði myndi styrkjast við að fjölgun ætti sér stað í sjávarþorpunum, hér getur verið miðstöð verslunar og þjónustu í fjórðungnum. Það er því stórmál að breyta aðstæðum minni staða austurlands.


Auk verslunar og þjónustu er einnig mikilvægt að byggja enn frekar á þeim grunni sem lagður hefur verið til menntunar, bæði á Egilstöðum og Neskaupstað. Styrkja þarf ennfrekar Menntaskólann á Egilstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Einnig á að mínu mati að ráðast sem fyrst í uppbyggingu háskólamenntunar á Fljótsdalshéraði. Við lifum á 21. öld og það er ekki vafi í mínum huga að háskóla í hvern landsfjórðung ætti að vera keppikefli okkar. Ef við höldum einnig rétt á spöðunum í menningarmálum hér fyrir austan og byggjum ofan á það góða starf sem hið dugmikla fólk hér hefur unnið getum við orðið í forystu landsbyggðarinnar, og hreinlega gert það spennandi kost fyrir fleira skapandi og hugmyndaríkt fólk að setjast hér að.


Sjáið þið ekki þessa framtíðarsýn fyrir ykkur með mér? Egilsstaðir miðstöð verslunar og þjónustu á svæðinu, með menntaskóla og háskóla. Fjórðungssjúkrahús og öflugur verkmenntaskóli í Neskaupstað. Öll vitum við að álverið á Reyðarfirði er ekki að fara neitt og um allt austurland gætu þeir smábátaeigendur sem vildu veiða loksins gert það í réttlátu kerfi, auk þess sem skilyrði stærri útgerða myndu ekki versna. Meira svigrúm yrði einnig fyrir nýsköpun í byggðalögunum og allskonar önnur starfsemi myndi byggjast upp, enda gerist það með fleira fólki að fleiri hugmyndir koma inn. Menningarstarfsemi myndi blómstra og allt þetta væri í seilingarfjarlægð, liggur við hvar sem þú værir á austurlandi.


Svona austurlandi myndi ég svo sannarlega vilja búa í, og ef að þú vilt það líka lesandi góður, þá kýstu Frjálslynda flokkinn 12. maí.


Sammála Jóni Sigurðssyni

Já ótrúlegt en satt, en þá er ég sammála Jóni Sigurðssyni. Hann sagði í tengslum við stjórnarformannsskiptin í Landsvirkjun að nauðsynlegt væri að skipta um stjórnendur á hæfilegum fresti. Ég er alveg sammála, Jóhannes Geir er búinn að sitja í stólnum í 12 ár. Sér einhver tenginguna? Framsókn hefur líka verið í 12 ár við stjórnvölin og Sjálfstæðisflokkur í 16 ár. Það er kominn tími til að skipta um stjórn í landinu og við höfum tækifæri til þess 12.maí næstkomandi. 

Ríkisstjórnina burt! 


Kjördæmadagur

Í gær var mikið að gera í kjördæminu en Ríkisútvarpið ohf var með kjördæmadag í mínu fagra kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Í tilefni þess fór ég í mitt fyrsta, en vonandi ekki síðasta, útvarpsviðtal.

Þar sat ég fyrir svörum í stuttu spjalli ásamt fulltrúum Vinstri Grænna, Íslandshreyfingarinnar og talsmanni öryrkja og aldraða. Því miður var tíminn kannski ekki alveg nógu langur fyrir allt það sem þurfti að ræða, eins og gengur og gerist í þessum þáttum. Ég náði þó að koma inná okkar brýnasta byggðamál, sjávarútvegsmálin.

Eftir fundinn reyndi ég svo að vinna upp vinnutap dagsins í hinu stórgóða verktakafyrirtæki Tréiðjunni Eini í Fellabæ sem ég vinn hjá, liggur við að segja í hjáverkum þessa daganna. En svona er nú baráttan. Eftir vinnu lá leiðinn svo í Menntaskólann á Egilstöðum annað kvöldið í röð á landbúnaðarfund sem Bændasamtök Íslands stóðu fyrir með frambjóðendum flokkanna í kjördæminu. Ég mun ræða betur um þann fund á morgunn líklega, enda kom margt merkilegt fram þar en dagurinn er að verða langur og framundan er meiri barátta með slurk af smíðavinnu.  


Þurfti enga snillinga til

Það þurfti nú enga snillinga til að fá þetta út, mér hefur allavegana alltaf fundist það segja sig sjálft að eldri borgarar og öryrkjar myndi vinna frekar ef að bætur þeirra yrðu ekki skertar við það. Þetta höfum við í Frjálslynda Flokknum bent á og nú höfum við fengið góða liðsmenn í baráttu okkar til bættra kjöra öryrkja og aldraða, sem er ekkert nema jákvætt.
mbl.is Ríkissjóður gæti hagnast á að afnema tekjutengingu bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband